LOK Á HEITA POTTA
- ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA -
Við hjá LOK.IS (LAUGIN EHF) framleiðum lok á heita potta eftir máli. Það skiptir engu hvort heiti potturinn þinn sé ferkantaður, sexhyrndur, áttyrndur, hringlaga eða allt þar á milli - Við gerum lok sem PASSA á pottinn þinn. Sendu okkur fyrirspurn með því að smella á táknið hér til hægri.

Svona eru lokin okkar uppbyggð
VIð hjá Lok.is höfum framleitt lok á heita potta í nokkur ár. Lokin frá okkur standast allan samanburð við innflutt lok sem eru í boði hérlendis. Við leggjum mikinn metnað að gera lokin okkar þannig úr garði að þau standist íslenskar aðstæður um ókomin ár. Lokin eru uppbyggð af 30 kg/m3 Polystyrene kjarna sem er með ál-skúffu sem styrkingu við innri brún. Þessi skúffa er fræst inn í lokið og límd með lími sem hefur engin skaðleg áhrif á nein efni. Það gefur lokinu mikla burðargetu, sem gæti reynst nauðsynlegt ef mikið af snjó safnast á það. Þetta er sérstaklega mikilvægt við sumarbústaði og aðra staði þar sem ekki er verið að moka snjó ofan af daglega. Þar utan á er soðið PE plast til að rakaverja kjarnann.
Litir áklæðis
Redwood (1008) Elephant (1009)
Nánari lýsing á lokum
Standard
Þykkt: 10cm niður í 7cm á þykkt og með áklæði úr PUL leðurlíki. Öll lok eru afgreidd með fjórum 40mm festingum nema um annað sé beðið.
Lok fyrir Snjóþung svæði þar sem umgengni er lítil:
Þykkt: 13 cm niður í 9 cm á þykkt og með áklæði úr PUL leðurlíki. Öll lok eru afgreidd með fjórum 40mm festingum nema um annað sé beðið.
Lýsing:
25 til 30 kg/m3 EPS plast með innfræstri og límdri 20x40x20x2 Álskúffu til styrkingar ( það er tvöföld styrking í 13-->9 cm lokunum). Þessi Álskúffa veitir verulega aukið burðarþol gegn snjóþyngslum. Þessu er pakkað inn í PE-plast sem er soðið utan um kjarnann. Það er gríðarlega mikilvægt að þessi PE-plastfilma sé sem allra sterkust því hún lokar á það að gufur komist inn í kjarnann.
Áklæðið utan um þetta er PUL leðurlíki sem fæst í tveimur litum.
Afgreiðslutími er 3 til 4 vikur vikur frá staðfestingu pöntunar, en fer upp í 4 til 5 vikur yfir háannatímann (sumarmánuðina og fram á haust).
Greiðsluskilmálar:
Staðgreiðsla fyrir afhendingu.
Til þess að fá verðtilboð, eða panta lok, smellið þá á takkann efst til hægri á þessari síðu.


