Svona eru lokin okkar uppbyggð

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

VIð hjá Lok.is höfum framleitt lok á heita potta í nokkur ár. Lokin frá okkur standast allan samanburð við innflutt lok sem eru í boði hérlendis. Við leggjum mikinn metnað að gera lokin okkar þannig úr garði að þau standist íslenskar aðstæður um ókomin ár. Lokin eru uppbyggð af 25-28kg/m3 Polystyrene kjarna sem er með ál-skúffu sem styrkingu við innri brún. Þessi skúffa er fræst inn í lokið og límd með lími sem hefur engin skaðleg áhrif á nein efni. Það gefur lokinu gríðarlega mikla burðargetu, sem gæti reynst nauðsynlegt ef mikið af snjó safnast á það. Þetta er sérstaklega mikilvægt við sumarbústaði og aðra staði þar sem ekki er verið að moka snjó ofan af daglega. Þar utan á er soðið PE plast til að rakaverja kjarnann.

Litir áklæðis

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Redwood (1008)                                              Elephant (1009) 

 

 

Nánari lýsing á lokum

Standard

Þykkt: 10cm niður í 7cm á þykkt og með áklæði úr PUL leðurlíki. Öll lok eru afgreidd með fjórum 40mm festingum nema um annað sé beðið.

 

Lok fyrir Snjóþung svæði þar sem umgengni er lítil:

Þykkt: 13 cm niður í 9 cm á þykkt og með áklæði úr PUL leðurlíki. Öll lok eru afgreidd með fjórum 40mm festingum nema um annað sé beðið. Einnig er hægt að fá burðarmeiri lok með "Samlokukjörnum". Þá er lokið jafn þykkt og standard lokin (7 --> 10cm), en kjarninn er þrískiptur. Í stað hefðbundins frágangs með gegn heilann EPS kjarna styrktan með álskúffu, þá er Polycarbonate plata límd á milli tveggja laga af EPS. Þessi lausn gefur yfirburða styrk án þess að þyngja lokið um of, auk þess að það lítur út eins og hefðbundið lok. Að sjálfsögðu er einnig innfræst álskúffa til styrkingar við samskeyti helminga.

Lýsing:

25 til 30 kg/m3 EPS plast með innfræstri og límdri 20x40x20x2 Álskúffu til styrkingar ( það er tvöföld styrking í 13-->9 cm lokunum). Þessi Álskúffa veitir verulega aukið burðarþol gegn snjóþyngslum. Þessu er pakkað inn í PE-plast sem er soðið utan um kjarnann.  Það er gríðarlega mikilvægt að þessi PE-plastfilma sé sem allra sterkust því hún lokar á það að gufur komist inn í kjarnann.

Áklæðið utan um þetta er PUL leðurlíki sem fæst í tveimur litum.

Afgreiðslutími er 2 til 3 vikur vikur frá staðfestingu pöntunar, en fer upp í 4 til 5 vikur yfir háannatímann (sumarmánuðina og fram á haust).

 

Greiðsluskilmálar:

Staðgreiðsla fyrir afhendingu.

 

Til þess að fá verðtilboð, eða panta lok, smellið þá á takkann efst til hægri á þessari síðu.