LOK Á HEITA POTTA
- ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA -
Við hjá LOK.IS (LAUGIN EHF) framleiðum lok á heita potta eftir máli. Það skiptir engu hvort heiti potturinn þinn sé ferkantaður, sexhyrndur, áttyrndur, hringlaga eða allt þar á milli - Við gerum lok sem PASSA á pottinn þinn. Sendu okkur fyrirspurn með því að smella á táknið hér til hægri.

Sexhyrnd lok

Mæling á stærð loks
Það fyrsta sem maður mælir er "A" og "B" mál. A-málið er allaf það mál sem er samskeytin á milli helminga (sjá mynd að ofan). C og D málið eru þau sömu ef um réttan sexhyrning er að ræða. Ef það er ekki raunin, þá er potturinn ekki jafnhliða og því borgar sig að mæla aftur... og aftur. Sexkantaðir pottar eru þess eðlis að mælingar á þeim hafa því miður oft verið rangar. Gamla góða máltæki trésmiðsins á vel við: "Mæla tvisvar, saga einu sinni"

Mæling á svuntusídd
Svuntan er sá hluti loks sem hylur kantinn á pottinum. Það er ekki gott ef hún er of stutt, því þá eiga óhreinindi greiðari leið inn í pottinn, hitatap eykst og hluti pottskeljar verður sýnilegur undir svuntunni. Það er heldur ekki gott að hún sé of síð ef hliðar pottsins eru timburklæddar þar sem raki lokast undir.

Staðsetning og gerð festinga
Það er mjög mikilvægt að staðsetja festingar rétt. Oft er best að mæla hvar þær voru á eldra loki, ef það er til staðar. Staðsetningar festinga verða að miðast við að þær fái gott hald í hliðum pottsins. Ef potturinn er niður byggður, þ.e.a.s. pallur er jafn við hann, þá þarf að notast við aðra gerð festinga. Oftast eru festingar á samsvarandi hliðum, en það er að sjálfsögðu val hvers og eins.

Litaval
Við notum einungis áklæði sem er sérstaklega tekið fram til notkunar utanhúss. Það hefur gott veðrunar- og UV-þol, er níðsterkt og er mygluvarið.

Heimkeyrt eða sótt
Uppgefin verð miðast við að lokin séu sótt til okkar að Smiðjuvegi 2, Kópavogi. Heimkeyrsla á Höfuðborgarsvæðið (eða flutningastöð) kostar 5000 kr.