Mælt fyrir nýju loki
Nauðsynleg tæki: Málband, stór smíðavinkill*, blað og penni. Gott að hafa í huga: "Mæla tvisvar - Panta einu sinni"
Hvernig er potturinn þinn?
Með því að smella á myndirnar hér til vinstri þá færðu leiðbeiningar um hvernig mælt er fyrir nýju loki.
Ferhyrnd: Öll ferhyrnd lok. Mismunandi "flái" (radíus) á hornum.
Sexhyrnd: Öll Sexhyrnd lok. Þessir pottar eru yfirleitt "réttir" sexhyrningar.
Átthyrnd: Öll átthyrnd lok. Einnig þau sem eru nánast ferhyrnd með litlum þverfláa á hornum.
Hringlaga: Öll hringlaga lok. Einnig ílöng með hringlaga "endum" td Ölduskel frá Trefjum.