top of page

Hringlaga lok

Mæling á stærð loks

Það fyrsta sem maður mælir er "A" og "B" mál. A-málið er allaf það mál sem er samskeytin á milli helminga (sjá mynd hér til hliðar). A og B mál eru yfirleitt eins,  NEMA þegar um ílangann pott er að ræða. Algengastur þeirrar gerðar hér á landi er "Ölduskel" frá Trefjum.

Mæling á svuntusídd

Svuntan er sá hluti loks sem hylur kantinn á pottinum. Það er ekki gott ef hún er of stutt, því þá eiga óhreinindi greiðari leið inn í pottinn,  hitatap eykst og hluti pottskeljar verður sýnilegur undir svuntunni. Það er heldur ekki gott að hún sé of síð ef hliðar pottsins eru timburklæddar þar sem raki lokast undir.

Staðsetning og gerð festinga

Staðsetning festinga á hringlaga loki er oftast eins og sýnt er á myndinni hér að ofan (Rauðu punktarnir).  Ef óskað er eftir annari útfærslu, þá er best að gefa staðsetninguna upp samkvæmt tölum á klukkuskífu.

Litaval

Við notum einungis áklæði sem er sérstaklega tekið fram til notkunar utanhúss. Það hefur gott veðrunar- og UV-þol, er níðsterkt og er mygluvarið.

Heimkeyrt eða sótt

Uppgefin verð miðast við að lokin séu sótt til okkar að Smiðjuvegi 2, Kópavogi. Heimkeyrsla á Höfuðborgarsvæðið (eða flutningastöð) kostar 5000 kr. 

bottom of page