top of page

Ferhyrnd lok

Mæling á stærð loks

Það fyrsta sem maður mælir er "A" og "B" mál. A-málið er allaf það mál sem er samskeytin á milli helminga (sjá mynd til vinstri). Uppgefið A-mál verður ALLTAF lengd samskeyta helminga. Það er sérstaklega mikilvægt að rugla ekki þessum málum ef þau eru mismunandi. Ef svo er gert, þá mun lokið snúa 90° frá því sem ætlað var.

Mæling á radíus horna

Ef horn eru rúnuð á lokinu, þá talar maður um "radíus" á hornunum. Auðveldast er að mæla hornin með því að leggja vinkil utan á hornið (sjá mynd hér til hliðar) og taka það mál sem mælist úr kverk vinkils að þeim stað sem hann snertir lokið. Ef smellt er á myndina hér til vinstri, þá opnast hún í fullri stærð. Þar má sjá að radíus mælist 8,5 cm. Ef enginn vinkill er til staðar, þá má notast við aðra hluti sem eru við höndina, til dæmis gulu plast tommu stokkanna sem læsast í 90° vinkil eða hvað annað sem getur lagst samsíða hlið loks/potts.

Mæling á svuntusídd

Svuntan er sá hluti loks sem hylur kantinn á pottinum. Það er ekki gott ef hún er of stutt, því þá eiga óhreinindi greiðari leið inn í pottinn,  hitatap eykst og hluti pottskeljar verður sýnilegur undir svuntunni. Það er heldur ekki gott að hún sé of síð ef hliðar pottsins eru timburklæddar þar sem raki lokast undir.

Staðsetning og gerð festinga

Það er mjög mikilvægt að staðsetja festingar rétt. Oft er best að mæla hvar þær voru á eldra loki, ef það er til staðar. Staðsetningar festinga verða að miðast við að þær fái gott hald í hliðum pottsins. Ef potturinn er niður byggður, þ.e.a.s. pallur er jafn við hann, þá þarf að notast við aðra gerð festinga sem virkar í 90° haldi.

Litur áklæðis

Við notum einungis áklæði sem er sérstaklega tekið fram til notkunar utanhúss. Það hefur gott veðrunar- og UV-þol, er níðsterkt og er mygluvarið.

Heimkeyrt eða sótt

Uppgefin verð miðast við að lokin séu sótt til okkar að Smiðjuvegi 2, Kópavogi. Heimkeyrsla á Höfuðborgarsvæðið (eða flutningastöð) kostar 5000 kr. 

bottom of page